Þórðar saga hreðu er með yngstu Íslendingasögum, talin rituð um eða eftir 1350. Hún gerist að mestu í Miðfirði í Húnaþingi og í Skagafirði. Aðalpersónan er Þórður hreða, sem var mikill kappi og jafnframt mikill timburmeistari. Þórður flýr frá Noregi til Íslands ásamt fjölskyldu sinni eftir að hafa verið viðriðinn morð. Í nýju landi lendir hann svo í útistöðum við háttsettan mann.
-
- HÖFUNDUR:
- Óþekktur
- ÚTGEFIÐ:
- 2020
- BLAÐSÍÐUR:
- bls. 99